Viðskipti innlent

Steinn Logi stjórnarformaður Símans

Ný stjórn Símans hefur verið kjörin og skipa hana fimm manns í stað þriggja áður. Stjórnarformaður Símans var valinn Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta.

Í tilkynningu segir að aðrir stjórnarmenn eru Skúli Valberg Ólafsson, stjórnarformaður Skipta, Þorvarður Sveinsson, fjárfestingastjóri hjá Exista og hann á einnig sæti í stjórn Skipta, Ingunn Guðmundsdóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Icelandair Cargo og Elín Þórunn Eiríksdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×