Viðskipti innlent

Mistókst að lækka tímavinnukaup

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bræðurnir í Bakkavör. Mynd/ Valli.
Bræðurnir í Bakkavör. Mynd/ Valli.
Fyrirætlanir íslenska fyrirtækisins Bakkavör Group um að lækka tímavinnukaup í einu af framleiðslufyrirtækjum sínum fóru út um þúfur. Breska stéttarfélagið Unite segir að það hafi verið vegna harðrar andstöðu stéttarfélagsins sem launin voru ekki lækkuð.

Forsvarsmaður United segir við breska fréttavefinn Food Manufacture að til hafi staðið að lækka laun lálaunafólks en hækka laun þeirra sem voru með betri tekjur. Launalækkunin hefði haft áhrif á tæplega 500 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem framleiðir ídýfur, salat, samlokur, súpur og sósur.

Um 60% þeirra sem vinna hjá fyrirtækinu eru félagar í Unite stéttarfélaginu.




Tengdar fréttir

Bakkavör dregur úr uppsögnum í Bretlandi

Bakkavör hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið The Unite union í Lincolnshire í Bretlandi. Samkomulagið felur í sér að Bakkavör dregur verulega úr áformum sínum um uppsagnir í verkmiðju sinni í héraðinu.

Reiði í garð Bakkavarar í Bretlandi vegna uppsagna

Mikil reiði ríkir í garð Bakkavarar í Bretlandi hjá verkalýðsfélagi í Lincolnshire eftir að Bakkavör ákvað að slíta viðræðum um hópuppsagnir í verksmiðju sinni í Spalding. Bakkavör er búin að segja 170 starfsmönnum upp í verksmiðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×