Handbolti

Valið stendur á milli Dags og Heuberger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts
Þýskir fjölmiðlar hafa síðustu daga greint frá því að Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, muni tilkynna í vikunni afsögn sína eftir fjórtán ár í starfi.

Þýska fréttaveitan dpa fullyrðir að þýska handknattleikssambandið hafi enn ekki gengið frá ráðningu nýs þjálfara en að tveir komi til greina - Dagur Sigurðsson og Martin Heuberger, núverandi aðstoðarmaður Brand hjá landsliðinu.

Í apríl fóru fram viðræður við fjóra þjálfara. Þá Dag, Heuberger, Velemir Petkovic hjá Göppingen og Staffan Olsson, þjálfara sænska landsliðsins.

Eftir þær viðræður standa tveir eftir, sem fyrr segir.

Dagur sagði sjálfur í viðtali við Vísi fyrir helgi að hann hefði ekkert meira heyrt af þessu máli. Brand er sagður ætla tilkynna ákvörðun sína um að hætta á blaðamannafundi á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×