Viðskipti innlent

Ríkið hefur afskrifað 192 milljarða skuldir fjármálafyrirtækja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Íslenska ríkið hefur í heildina  afskrifað 192 milljarða króna skuldir fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór spurði hve stór hluti 46 milljarða fjárhagsfyrirgreiðslu sem fyrirtækin VBS og Saga Capital fengu frá ríkissjóði teldist tapaður. Fjármálaráðherra svaraði því ekki í fyrirspurninni en vísaði á Eignasafn Seðlabanka Íslands.

Fjármálaráðherra vill heldur ekki leggja verðmat sex milljarða skuldabréf sem Askar Capital gaf út og Seðlabanki Íslands yfirtók í febrúar 2010, en skuldabréfið er nú í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×