Handbolti

Þórir skoraði 12 mörk í góðum útisigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson og félagar í þýska liðinu TuS N-Lübbecke komust upp í tólfta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er þeir lögðu Friesenheim á útivelli.

Lokatölur 26-34 en Lubbecke var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-17.

Þórir fór algjörlega hamförum í leiknum og skoraði tólf mörk, þar af 6 úr vítaköstum en hann nýtti öll vítin sín í leiknum.

Þórir hefur mátt sætta sig við nokkra bekkjarsetu upp á síðkastið en nýtti tækifærið sem hann fékk í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×