Handbolti

Ólafur með sex mörk þegar Rhein-Neckar Löwen komst í 8 liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið gerði 27-27 jafntefli á heimavelli á móti króatíska liðinu RK Zagreb í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu fyrri leikinn í Króatíu 31-28 og eru því komnir áfram í átta liða úrslitin. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen-liðið.

Ólafur skoraði alls fjórtán mörk í þessum tveimur leikjum því hann var með átta mörk í fyrri leiknum.

Chehovski Medvedi komst einnig áfram í 8 liða úrslitin í dag eftir 30-17 sigur á HC Bosna Sarajevo en Rússarnir unnu leikina tvo með samtals 22 marka mun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×