Viljum við breytingar eða flatan niðurskurð? Oddný Sturludóttir skrifar 23. mars 2011 06:00 Tillögur til breytinga á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík eru nú í umsagnarferli. Tillögurnar snúa að sameiningu í yfirstjórn nokkurra grunnskóla og leikskóla og sameiginlegri yfirstjórn frístundaheimila og grunnskóla. Eins eru tillögur sem snúa að breyttri aldursskiptingu, stækkun unglingadeilda og tvær tillögur snúa að sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundar.Breytingar í leikskólumTillögur okkar kalla á breytingar og þær skila líka dýrmætri hagræðingu. Margar þeirra eiga sér forsögu, t.d. hafa sameiningar í yfirstjórn leikskóla verið í umræðunni frá 2008. Í Reykjavík eru margir litlir leikskólar og einnig er algengt að tveir leikskólar standi bókstaflega á sömu lóð. Fjöldi barna á hvern stjórnanda í leikskólum Reykjavíkur er langt undir meðaltali. Reykjavík hefur sameinað leikskóla og önnur sveitarfélög hafa sameinað leikskóla. Það hefur gengið vel. Áfram verður hægt að bjóða öllum stjórnendum störf áfram á leikskólum borgarinnar. Allir aðrir hagræðingarkostir voru taldir verri á leikskólunum. Það hefði mátt skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin eða fjölga börnum á hvern starfsmann. Það hefði mátt lengja biðlistana og gefast upp fyrir því verkefni haustsins að fjölga leikskólaplássum fyrir stærsta árgang Íslandssögunnar. Við vildum ekkert af þessu. Við mættum hagræðingu á Leikskólasviði með afnámi heimgreiðslna og endurskipulagningu í stjórnun leikskóla. Ekkert verður skorið niður í innra starfi leikskólanna, ekki neitt. Tæplega 500 milljónum var bætt í ramma Leikskólasviðs til að koma til móts við yngstu Reykvíkingana. Þetta er skýr forgangsröðun í þágu leikskólastarfs og fjölskyldna í borginni.10-15 börn í árgangi?Borgin er að sligast undan leigukostnaði vegna slæmrar nýtingar húsnæðis grunnskóla. Í sumum hverfum eru hins vegar skólar að springa svo þörf er á viðbyggingum. Við höfum byggt fína og dýra skóla, svo eldast hverfin og yngjast á víxl, skólarnir eru hálftómir eða sneisafullir. Við getum ekki haldið áfram að byggja í hvert skipti sem nemendum fjölgar til þess eins að sitja uppi með hálftómt skólahúsnæði fáum árum seinna. Við verðum að endurskipuleggja. Það mun að sjálfsögðu hafa rask í för með sér fyrir börn og foreldra, en nú þegar Reykjavíkurborg hagræðir þriðja árið í röð verðum við að horfast í augu við staðreyndir. Sums staðar er fækkun barna farin að há skólastarfi og félagslífi barna og unglinga. Tíu börn í árgangi, er það gott fyrir skólastarf? Ef börn hefja skólagöngu í Hagaskóla ári fyrr má spara verulegar fjárhæðir í stofnkostnaði bygginga og tilheyrandi leigu til framtíðar. Með nýjum lausnum má finna öllum nýju leikskólabörnunum sem fæddust 2009 og 2010 stað í leikskóla, án þess að taka eina skóflustungu. Þannig spörum við um 700 milljónir í stofnkostnað. Slíkar lausnir og margar fleiri blasa við en það þarf kjark til breytinga. Og breytingar mæta oft áhyggjum og andstöðu. Það er ekkert skrýtið því þær snerta börnin okkar. Það er þó ágætt að rifja upp að margar óvinsælar aðgerðir sem fræðsluyfirvöld hafa ráðist í í gegnum tíðina hafa reynst afar vel. Og fæstir vilja fara til baka.FrístundastarfÍ dag koma fjölmargir að námi og frístundastarfi 6-9 ára barna. Kennarar og annað starfsfólk skóla, tómstunda- frístunda- og félagsmálafræðingar. Við getum nýtt fjármagn og mannauð betur með því að horfa á skóla- og frístundadag barna sem eina heild. Þetta eru sömu börnin, fyrir og eftir hádegi. Núna verjum við fjármagni til sérkennslu á tveimur stöðum, við kaupum inn og skipuleggjum starf með sömu börnum á tveimur stöðum. Höfum við efni á því? Er það betra fyrir börnin? Er ekki lag að nýta kraftinn úr frábæru frístundastarfi börnum til góða allan daginn? Við leggjum til að í a.m.k. einu hverfi verði gerð tilraun með samþættan skóla- og frístundadag yngstu barna.SamráðSamráð okkar við foreldra og starfsfólk hefur mætt mikilli gagnrýni sem er að mestu ómakleg. Á frumstigum vinnu starfshóps um greiningu tækifæra var tekið einstaklingsviðtal við alla stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístund. Því næst var fundað með öllum kjörnum fulltrúum foreldra og starfsfólks í hverjum einasta skóla og frístundaheimili til að greina tækifæri í hverju hverfi. Rýnihópar, frekara stjórnendasamráð og loks ótal fundir með foreldrum og starfsfólki um alla borg. Ótrúlega margar ábendingar komu fram, einnig áhyggjur sem og róttækar og djarfar hugmyndir. Og margir vilja engu breyta. Eitt er víst. Við myndum aldrei fara út í þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum nema nauðsyn krefði, fagleg jafnt sem fjárhagsleg. Okkur þykir vænt um skólana okkar og við óttumst breytingar. Ég óttast þó meira aðgerðarleysi og óábyrga meðferð fjármuna. Það er einfaldlega ekki í boði að gera ekki neitt. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga munu 3-400 milljónir króna sparast árlega og vel á annan milljarð ef stofnkostnaður við nýbyggingar er tekinn með í reikninginn. Það er ekki lítið. Breytingar á yfirstjórn og skipulagi skólastarfs verða ávallt viðkvæmar. En fjárhagur borgarinnar er líka viðkvæmur og á honum berum við sameiginlega ábyrgð. Næstu ár verða mögur og við neyðumst til að hagræða. Það er börnum borgarinnar fyrir bestu að við förum vel með fjármuni, nýtum allt húsnæði borgarinnar til fullnustu og lækkum kostnað við yfirstjórn eins og kostur er. Einungis þannig getum við komið í veg fyrir flatan niðurskurð í skólastarfinu sjálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur til breytinga á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík eru nú í umsagnarferli. Tillögurnar snúa að sameiningu í yfirstjórn nokkurra grunnskóla og leikskóla og sameiginlegri yfirstjórn frístundaheimila og grunnskóla. Eins eru tillögur sem snúa að breyttri aldursskiptingu, stækkun unglingadeilda og tvær tillögur snúa að sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundar.Breytingar í leikskólumTillögur okkar kalla á breytingar og þær skila líka dýrmætri hagræðingu. Margar þeirra eiga sér forsögu, t.d. hafa sameiningar í yfirstjórn leikskóla verið í umræðunni frá 2008. Í Reykjavík eru margir litlir leikskólar og einnig er algengt að tveir leikskólar standi bókstaflega á sömu lóð. Fjöldi barna á hvern stjórnanda í leikskólum Reykjavíkur er langt undir meðaltali. Reykjavík hefur sameinað leikskóla og önnur sveitarfélög hafa sameinað leikskóla. Það hefur gengið vel. Áfram verður hægt að bjóða öllum stjórnendum störf áfram á leikskólum borgarinnar. Allir aðrir hagræðingarkostir voru taldir verri á leikskólunum. Það hefði mátt skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin eða fjölga börnum á hvern starfsmann. Það hefði mátt lengja biðlistana og gefast upp fyrir því verkefni haustsins að fjölga leikskólaplássum fyrir stærsta árgang Íslandssögunnar. Við vildum ekkert af þessu. Við mættum hagræðingu á Leikskólasviði með afnámi heimgreiðslna og endurskipulagningu í stjórnun leikskóla. Ekkert verður skorið niður í innra starfi leikskólanna, ekki neitt. Tæplega 500 milljónum var bætt í ramma Leikskólasviðs til að koma til móts við yngstu Reykvíkingana. Þetta er skýr forgangsröðun í þágu leikskólastarfs og fjölskyldna í borginni.10-15 börn í árgangi?Borgin er að sligast undan leigukostnaði vegna slæmrar nýtingar húsnæðis grunnskóla. Í sumum hverfum eru hins vegar skólar að springa svo þörf er á viðbyggingum. Við höfum byggt fína og dýra skóla, svo eldast hverfin og yngjast á víxl, skólarnir eru hálftómir eða sneisafullir. Við getum ekki haldið áfram að byggja í hvert skipti sem nemendum fjölgar til þess eins að sitja uppi með hálftómt skólahúsnæði fáum árum seinna. Við verðum að endurskipuleggja. Það mun að sjálfsögðu hafa rask í för með sér fyrir börn og foreldra, en nú þegar Reykjavíkurborg hagræðir þriðja árið í röð verðum við að horfast í augu við staðreyndir. Sums staðar er fækkun barna farin að há skólastarfi og félagslífi barna og unglinga. Tíu börn í árgangi, er það gott fyrir skólastarf? Ef börn hefja skólagöngu í Hagaskóla ári fyrr má spara verulegar fjárhæðir í stofnkostnaði bygginga og tilheyrandi leigu til framtíðar. Með nýjum lausnum má finna öllum nýju leikskólabörnunum sem fæddust 2009 og 2010 stað í leikskóla, án þess að taka eina skóflustungu. Þannig spörum við um 700 milljónir í stofnkostnað. Slíkar lausnir og margar fleiri blasa við en það þarf kjark til breytinga. Og breytingar mæta oft áhyggjum og andstöðu. Það er ekkert skrýtið því þær snerta börnin okkar. Það er þó ágætt að rifja upp að margar óvinsælar aðgerðir sem fræðsluyfirvöld hafa ráðist í í gegnum tíðina hafa reynst afar vel. Og fæstir vilja fara til baka.FrístundastarfÍ dag koma fjölmargir að námi og frístundastarfi 6-9 ára barna. Kennarar og annað starfsfólk skóla, tómstunda- frístunda- og félagsmálafræðingar. Við getum nýtt fjármagn og mannauð betur með því að horfa á skóla- og frístundadag barna sem eina heild. Þetta eru sömu börnin, fyrir og eftir hádegi. Núna verjum við fjármagni til sérkennslu á tveimur stöðum, við kaupum inn og skipuleggjum starf með sömu börnum á tveimur stöðum. Höfum við efni á því? Er það betra fyrir börnin? Er ekki lag að nýta kraftinn úr frábæru frístundastarfi börnum til góða allan daginn? Við leggjum til að í a.m.k. einu hverfi verði gerð tilraun með samþættan skóla- og frístundadag yngstu barna.SamráðSamráð okkar við foreldra og starfsfólk hefur mætt mikilli gagnrýni sem er að mestu ómakleg. Á frumstigum vinnu starfshóps um greiningu tækifæra var tekið einstaklingsviðtal við alla stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístund. Því næst var fundað með öllum kjörnum fulltrúum foreldra og starfsfólks í hverjum einasta skóla og frístundaheimili til að greina tækifæri í hverju hverfi. Rýnihópar, frekara stjórnendasamráð og loks ótal fundir með foreldrum og starfsfólki um alla borg. Ótrúlega margar ábendingar komu fram, einnig áhyggjur sem og róttækar og djarfar hugmyndir. Og margir vilja engu breyta. Eitt er víst. Við myndum aldrei fara út í þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum nema nauðsyn krefði, fagleg jafnt sem fjárhagsleg. Okkur þykir vænt um skólana okkar og við óttumst breytingar. Ég óttast þó meira aðgerðarleysi og óábyrga meðferð fjármuna. Það er einfaldlega ekki í boði að gera ekki neitt. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga munu 3-400 milljónir króna sparast árlega og vel á annan milljarð ef stofnkostnaður við nýbyggingar er tekinn með í reikninginn. Það er ekki lítið. Breytingar á yfirstjórn og skipulagi skólastarfs verða ávallt viðkvæmar. En fjárhagur borgarinnar er líka viðkvæmur og á honum berum við sameiginlega ábyrgð. Næstu ár verða mögur og við neyðumst til að hagræða. Það er börnum borgarinnar fyrir bestu að við förum vel með fjármuni, nýtum allt húsnæði borgarinnar til fullnustu og lækkum kostnað við yfirstjórn eins og kostur er. Einungis þannig getum við komið í veg fyrir flatan niðurskurð í skólastarfinu sjálfu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar