Litlir eða stórir grunnskólar Gunnlaugur Sigurðsson og Haraldur Finnsson skrifar 24. mars 2011 09:59 Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun