Smitaðist af nóróveiru á spítala og lést í kjölfarið Karen D. Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2011 18:47 Karlmaður lést nýlega eftir að hafa smitast af nóróveiru á Landspítalanum. Eiginkona mannsins segist ekki skilja hvers vegna hann var ekki settur í einangrun á spítalanum, þar sem vitað var að hann hafði veikar varnir gagnvart sýkingum. Ásgeir Helgason, lést í byrjun febrúar á Landspítalanum. Dánarmein hans var hjartastopp, öndunarbilun og svo nóróveirusýking. Nóróveirur geta valdið miklum niðurgangi, uppköstum og magaverkjum og eru bráðsmitandi. Frá árinu 2002 hafa smit gert vart við sig á sjúkrastofnunum landsins og valdið talsverðum vandamálum. Í vetur var ástandið óvenju slæmt og fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um málið um miðjan janúar. Þar sagði að ástandið væri svo slæmt að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna pestarinnar og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar væri álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Vegna þessa ástands var ekki hægt að einangra alla sjúklinga eins og nauðsynlegt hefði verið. Ásgeir hafði verið í krabbameinsmeðferð og hafði eiginkona hans fengið þær upplýsingar að hann hefði svarað meðferðinni vel og allt benti til þess að hann myndi eiga allt upp í fimmtán góð ár eftir ólifuð. „Þetta hafði allt gengið óskaplega vel miðað við að hann var 75 ára, hann var svo vel á sig kominn var mikill fjallgöngumaður og alltaf í því að halda sér í formi. Svo er það daginn sem að Stöð 2 er með frétt um nóróveiruna að það sést á myndskeiðinu að hann er að rölta á ganginum. Hann hringdi í mig eftir fréttina og sagði að stofufélagi sinn hefði verið að koma til baka og sá væri með alveg húrrandi niðurgang. Daginn eftir er svo minn maður orðinn veikur," segir Guðrún Jóhannsdóttir ekkja Ásgeirs. Hún er mjög ósátt við að hann hafi ekki verið settur í einangrun á Landspítalanum enda hafi hann verið sérstaklega útsettur fyrir smiti á borð við nóróveirusýkingu. „Ég skil bara ekki af hverju hann er látinn vera á rölti á ganginum á þessu stigi út af áhættunni á að hann smitaðist af einhverju."Guðrún Jóhannsdóttir ásamt manni sínum.Samkvæmt Landlæknisembættinu koma stundum upp dauðsföll vegna nóróveirusýkingar, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Þar hafa þó ekki verið teknar saman tölur um málið. Þegar fréttastofa fjallaði um málið í janúar lágu 730 sjúklingar á Landspítalanum þótt venjulega séu aðeins tiltæk sjúkrarúm fyrir 657 manneskjur. Í samtali við fréttastofu sagði Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýklavarna á Landspítalanum, því miður hafi spítalinn ekki haft bolmagn til að einangra alla. Húsnæðismál komist ekki í lag fyrr en nýr spítali komist í gagnið. Slík svör duga þó syrgjandi ættingjum skammt. Guðrún segir að hún hefði sjálf viljað fá að annast manninn sinn heima fyrir fyrst spítalinn hafði ekki getu til þess. „Það er spítalinn sem ber ábyrgð á þessu, ef hann hefði ekki smitast þar þá sæti hann hér í stofunni í stólnum sínum," segir Guðrún. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Karlmaður lést nýlega eftir að hafa smitast af nóróveiru á Landspítalanum. Eiginkona mannsins segist ekki skilja hvers vegna hann var ekki settur í einangrun á spítalanum, þar sem vitað var að hann hafði veikar varnir gagnvart sýkingum. Ásgeir Helgason, lést í byrjun febrúar á Landspítalanum. Dánarmein hans var hjartastopp, öndunarbilun og svo nóróveirusýking. Nóróveirur geta valdið miklum niðurgangi, uppköstum og magaverkjum og eru bráðsmitandi. Frá árinu 2002 hafa smit gert vart við sig á sjúkrastofnunum landsins og valdið talsverðum vandamálum. Í vetur var ástandið óvenju slæmt og fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um málið um miðjan janúar. Þar sagði að ástandið væri svo slæmt að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna pestarinnar og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar væri álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Vegna þessa ástands var ekki hægt að einangra alla sjúklinga eins og nauðsynlegt hefði verið. Ásgeir hafði verið í krabbameinsmeðferð og hafði eiginkona hans fengið þær upplýsingar að hann hefði svarað meðferðinni vel og allt benti til þess að hann myndi eiga allt upp í fimmtán góð ár eftir ólifuð. „Þetta hafði allt gengið óskaplega vel miðað við að hann var 75 ára, hann var svo vel á sig kominn var mikill fjallgöngumaður og alltaf í því að halda sér í formi. Svo er það daginn sem að Stöð 2 er með frétt um nóróveiruna að það sést á myndskeiðinu að hann er að rölta á ganginum. Hann hringdi í mig eftir fréttina og sagði að stofufélagi sinn hefði verið að koma til baka og sá væri með alveg húrrandi niðurgang. Daginn eftir er svo minn maður orðinn veikur," segir Guðrún Jóhannsdóttir ekkja Ásgeirs. Hún er mjög ósátt við að hann hafi ekki verið settur í einangrun á Landspítalanum enda hafi hann verið sérstaklega útsettur fyrir smiti á borð við nóróveirusýkingu. „Ég skil bara ekki af hverju hann er látinn vera á rölti á ganginum á þessu stigi út af áhættunni á að hann smitaðist af einhverju."Guðrún Jóhannsdóttir ásamt manni sínum.Samkvæmt Landlæknisembættinu koma stundum upp dauðsföll vegna nóróveirusýkingar, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Þar hafa þó ekki verið teknar saman tölur um málið. Þegar fréttastofa fjallaði um málið í janúar lágu 730 sjúklingar á Landspítalanum þótt venjulega séu aðeins tiltæk sjúkrarúm fyrir 657 manneskjur. Í samtali við fréttastofu sagði Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýklavarna á Landspítalanum, því miður hafi spítalinn ekki haft bolmagn til að einangra alla. Húsnæðismál komist ekki í lag fyrr en nýr spítali komist í gagnið. Slík svör duga þó syrgjandi ættingjum skammt. Guðrún segir að hún hefði sjálf viljað fá að annast manninn sinn heima fyrir fyrst spítalinn hafði ekki getu til þess. „Það er spítalinn sem ber ábyrgð á þessu, ef hann hefði ekki smitast þar þá sæti hann hér í stofunni í stólnum sínum," segir Guðrún.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira