Skoðun

Dagur tónlistarskólanna

Einar Georg Einarsson skrifar
Sú var tíð að einungis ríkra manna börn áttu þess kost að læra á hljóðfæri og enn er pottur brotinn í þeim efnum.  Varla er hægt að tala um jafnrétti til náms fyrr en allir tónlistarnemar á landinu geta stundað sitt nám óháð aldri, búsetu og efnahag.  Reykjavík er nú einu sinni höfuðborgin okkar, þar eru helstu skólarnir og þangað leita tónlistarnemar hvaðanæva sem kjósa að mennta sig frekar. En þetta fólk er í vondum málum því það á engan styrk vísan. Fyrir nokkrum árum hætti borgin að greiða með  aðkomunemendum og sveitarfélögin  neita yfirleitt að veita þeim sem læra í Reykjavík raunhæfan styrk. Sem foreldri úti á landi þekki ég af eigin raun hve niðurlægjandi það er að standa eins og þurfamaður inni á hreppsskrifstofu og betla fyrirgreiðslu og fá synjun. Það má fara nærri um hvaða afleiðingar þessi mismunun hefur.

 Nú hefur Reykjavíkurborg, fyrirmynd annarra sveitarfélaga, boðað allt að 18% niðurskurð á framlögum til tónlistarkennslu sem bætist við 14% sem nýlega voru skorin af. Jafnframt  stendur til að greiða einungis með nemendum 16 ára og yngri. Af þessum sökum hljóta margir að hætta formlegu námi en líklega reyna þó einhverjir að verða sér úti um einkatíma utan hins samræmda kerfis. Það verður sjónarsviptir að framhaldsdeildum innan skólanna því að þar eru fyrirmyndir yngri nemendanna sem styttra eru á veg komnir. Útlitið er svo dökkt að hugsanlega verða einhverjir tónlistarskólar að loka og það væri mikið slys. Þótt þessir skólar eigi sér ekki langa sögu hérlendis eru þeir merkilegar menningarstofnanir sem hafa viðað að sér færum kennurum, tækjabúnaði og miklu af tónlistarefni. Þeir vekja metnað nemenda, auka sjálfstraust þeirra, hvetja þá til dáða og veita þeim þjálfun í samvinnu.  Tónlist er mannbætandi. Hún örvar skapandi hugsun, skerpir fegurðarskynið og þjálfar aga og einbeitingu sem aftur smitar út í annað nám og gerir það auðveldara. Nám í tónlist er alvörunám og á að vera jafn sjálfsagður hlutur og lestur og skrift. Stöndum vörð um tónlistarskólana. 

Sú var tíð að einungis ríkra manna börn áttu þess kost að læra á hljóðfæri og enn er pottur brotinn í þeim efnum.  Varla er hægt að tala um jafnrétti til náms fyrr en allir tónlistarnemar á landinu geta stundað sitt nám óháð aldri, búsetu og efnahag.  Reykjavík er nú einu sinni höfuðborgin okkar, þar eru helstu skólarnir og þangað leita tónlistarnemar hvaðanæva sem kjósa að mennta sig frekar. En þetta fólk er í vondum málum því það á engan styrk vísan. Fyrir nokkrum árum hætti borgin að greiða með  aðkomunemendum og sveitarfélögin  neita yfirleitt að veita þeim sem læra í Reykjavík raunhæfan styrk. Sem foreldri úti á landi þekki ég af eigin raun hve niðurlægjandi það er að standa eins og þurfamaður inni á hreppsskrifstofu og betla fyrirgreiðslu og fá synjun. Það má fara nærri um hvaða afleiðingar þessi mismunun hefur.

 

Nú hefur Reykjavíkurborg, fyrirmynd annarra sveitarfélaga, boðað allt að 18% niðurskurð á framlögum til tónlistarkennslu sem bætist við 14% sem nýlega voru skorin af. Jafnframt  stendur til að greiða einungis með nemendum 16 ára og yngri. Af þessum sökum hljóta margir að hætta formlegu námi en líklega reyna þó einhverjir að verða sér úti um einkatíma utan hins samræmda kerfis. Það verður sjónarsviptir að framhaldsdeildum innan skólanna því að þar eru fyrirmyndir yngri nemendanna sem styttra eru á veg komnir. Útlitið er svo dökkt að hugsanlega verða einhverjir tónlistarskólar að loka og það væri mikið slys. Þótt þessir skólar eigi sér ekki langa sögu hérlendis eru þeir merkilegar menningarstofnanir sem hafa viðað að sér færum kennurum, tækjabúnaði og miklu af tónlistarefni. Þeir vekja metnað nemenda, auka sjálfstraust þeirra, hvetja þá til dáða og veita þeim þjálfun í samvinnu.  Tónlist er mannbætandi. Hún örvar skapandi hugsun, skerpir fegurðarskynið og þjálfar aga og einbeitingu sem aftur smitar út í annað nám og gerir það auðveldara. Nám í tónlist er alvörunám og á að vera jafn sjálfsagður hlutur og lestur og skrift. Stöndum vörð um tónlistarskólana.




Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×