Samtök iðnaðarins saka Lýsingu um undanbrögð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2011 18:31 Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18
Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47
Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05