Viðskipti innlent

Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða

JMI skrifar
Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að þegar ákvæði og skilmálar svokallaðra fjármögnunarleigusamninga sem Glitnir, gerði við Krafvélaleiguna, væri samningurinn í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur.

Þau fjármögnunarfyrirtæki sem veittu slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins, en samtök iðnaðarins segja þetta mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækin, en samningarnir voru oftst gerðir um vinnuvélar.

Arion Banki og drómi, sem er félag sem var stofnað utan um þrotabú Frjálsa fjárfestingabankans og SPRON, gerðu enga fjármögnunarleigusamninga og þurfa því ekki að endurreikna neitt.

Glitnir gerði fimm þúsund samninga við ellefu hundruð lögaðila en Íslandsbanki, sem tók við samningunum, segist nú ætla að fara yfir dóm Hæstaréttar og tilkynna síðar hvernig málum verði háttað við framkvæmd endurútreikninga.

Lýsing gerði sex þúsund og fimm hundruð samninga við sextán hundruð viðskiptavini, en fyrirtækið tilkynnti í dag að samningur Íslandsbanka sem dómur Hæstaréttar fjallaði um vera í veigamiklu atriðum frábrugðinn samningum Lýsingar. Samningar Lýsingar séu skýrir leigusamninga en ekki lánasamningar og því verði beðið eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli um samninga Lýsingar sem kveða ætti upp á fyrri hluta næsta árs.

SP fjármögnun, sem nú tilheyrir Landsbankanum, gerði tvö þúsund og fimm hundruð samninga við um það bil 700 viðskiptavini, en bankinn er enn að fara yfir dóm Hæstaréttar og meta næstu skref í málinu. Alls eru því fjórtán þúsund samningar við um það bil þrjú þúsund og fjögur hundruð lögaðila nú til skoðunar í kerfinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×