Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi 21. október 2011 17:05 Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka. Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33
Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22