Furða sig á afstöðu Lýsingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2011 17:47 Orri Hauksson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. Í málinu var fjármögnunarsamningur sem þrotabú Kraftvélaleigunnar gerði við Íslandsbanka dæmdur ógildur. Lýsing telur að samningur Íslandsbanka sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningum Lýsingar. Samtök iðnaðarins segja að ekki sé að finna í umræddri yfirlýsingu skýringar á því að hvaða leyti samningarnir séu frábrugðnir samningi Íslandsbanka. Samtök iðnaðarins benda á að Lýsing lýsti kröfu vegna nokkurs fjölda fjármögnunarleigusamninga í þrotabú Kraftvélaleigunnar. Það veki því óneitanlega athygli að Lýsing hafi ekki látið reyna á lögmæti sinna krafna gagnvart þrotabúinu, samhliða kröfum Íslandsbanka hf., fyrir dómstólum. SI krefjast þess einnig að Lýsing virði afdráttarlausa niðurstöðu Hæstaréttar og hefjist nú þegar handa við að endurreikna fjármögnunarleigusamninga í samræmi við dóm réttarins. Ennfremur hafa Samtökin hvatt félagsmenn sína sem eru í viðskiptum við Lýsingu vegna fjármögnunarleigusamninga að haga greiðslum sínum til fyrirtækisins í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar. Samtök iðnaðarins segja jafnframt að þau muni leita álits Fjármálaeftirlitsins á afstöðu Lýsingar til dóms Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. Í málinu var fjármögnunarsamningur sem þrotabú Kraftvélaleigunnar gerði við Íslandsbanka dæmdur ógildur. Lýsing telur að samningur Íslandsbanka sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningum Lýsingar. Samtök iðnaðarins segja að ekki sé að finna í umræddri yfirlýsingu skýringar á því að hvaða leyti samningarnir séu frábrugðnir samningi Íslandsbanka. Samtök iðnaðarins benda á að Lýsing lýsti kröfu vegna nokkurs fjölda fjármögnunarleigusamninga í þrotabú Kraftvélaleigunnar. Það veki því óneitanlega athygli að Lýsing hafi ekki látið reyna á lögmæti sinna krafna gagnvart þrotabúinu, samhliða kröfum Íslandsbanka hf., fyrir dómstólum. SI krefjast þess einnig að Lýsing virði afdráttarlausa niðurstöðu Hæstaréttar og hefjist nú þegar handa við að endurreikna fjármögnunarleigusamninga í samræmi við dóm réttarins. Ennfremur hafa Samtökin hvatt félagsmenn sína sem eru í viðskiptum við Lýsingu vegna fjármögnunarleigusamninga að haga greiðslum sínum til fyrirtækisins í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar. Samtök iðnaðarins segja jafnframt að þau muni leita álits Fjármálaeftirlitsins á afstöðu Lýsingar til dóms Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05