Erlent

Fyrrum landlæknir Bandaríkjanna vill lögleiða marijúana

Joycelyn Elders fyrrum landlæknir Bandaríkjanna hvetur til þess að marijúana verði gert löglegt. Elders greindi frá þessari skoðun sinni í bréfi til stjórnvalda sem CNN hefur undir höndum.

Elders segir að það sé hræðilegt að ungt fólk sé gert að glæpamönnum fyrir neyslu á efni sem sé hættulaust. Þar að auki sé hægt að nota þann mannafla og fé sem fer í að berjast gegn marijúana á betri og skilvirkari hátt.

Bréfið sendi Elders frá sér eftir að fíkniefnalögreglan í Bandaríkjunum hvatti stjórn Barack Obama til að koma í veg fyrir að löggilding marijúana í Kaliforniu kæmist í framkvæmd. Kosið verður um málið í Kaliforníu í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×