Þetta kemur fram í tölvupósti frá fjölmiðlafulltrúa SFO sem svar við fyrirspurn visir.is fyrr í morgun. Fram kemur að þessar húsleitir hafi verið í samvinnu við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Jafnframt að hlutdeild SFO í málinu beinist að viðskiptum Existu með hluti í íþróttavörukeðjunni JJB Sports.
Að öðru leyti bendir SFO á sérstakan saksóknara með frekari upplýsingagjöf í málinu.