Hver starfsmaður hjá Skagen fær 21 milljón í bónus 3. febrúar 2010 15:48 Hver einasti starfsmaður norska félagsins Skagen AS mun fá minnst eina milljón norskra kr. eða ríflega 21 milljón kr. í bónus fyrir síðasta ár. Skagen AS rekur þrjá hlutabréfa og verðbréfasjóði og gekk þeim það vel að hagnaður eftir skatta á síðasta ári nam 582 milljónum norskra kr. eða um 12 milljörðum kr.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bónusgreiðslurnar nái allt frá símadömunni og til forstjóra Skagen en alls vinna um 130 manns hjá félaginu.Sjóðir Skagen AS eru þrir talsins og heita Skagen Vekst, Skagen Global og Skagen Kon-Tiki. Samkvæmt frétt e24.no hafa sjóðirnir reynst eigendum sínum eins og peningaprentvélar á síðustu árum og þess hafa starfsmenn félagsins notið í ríkum mæli. Bónusgreiðslur til starfsmanna eru mun hærri en gengur og gerist í Noregi.„Við erum stoltir af árangri okkar fyrir viðskiptavinina," segir Harald Espedal einn af fimm eigendum Skagen AS. Þeir munu fá hver um sig rúmlega 120 milljónir norskra kr. eftir árið en 13,5 milljónir verða settar inn sem aukið eigið fé félagsins.Á árinu 2009 jókst velta sjóðanna þriggja úr 57,3 milljörðum norskra kr. og upp í 94,7 milljarða norskra kr. eða um meir en 65%. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hver einasti starfsmaður norska félagsins Skagen AS mun fá minnst eina milljón norskra kr. eða ríflega 21 milljón kr. í bónus fyrir síðasta ár. Skagen AS rekur þrjá hlutabréfa og verðbréfasjóði og gekk þeim það vel að hagnaður eftir skatta á síðasta ári nam 582 milljónum norskra kr. eða um 12 milljörðum kr.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bónusgreiðslurnar nái allt frá símadömunni og til forstjóra Skagen en alls vinna um 130 manns hjá félaginu.Sjóðir Skagen AS eru þrir talsins og heita Skagen Vekst, Skagen Global og Skagen Kon-Tiki. Samkvæmt frétt e24.no hafa sjóðirnir reynst eigendum sínum eins og peningaprentvélar á síðustu árum og þess hafa starfsmenn félagsins notið í ríkum mæli. Bónusgreiðslur til starfsmanna eru mun hærri en gengur og gerist í Noregi.„Við erum stoltir af árangri okkar fyrir viðskiptavinina," segir Harald Espedal einn af fimm eigendum Skagen AS. Þeir munu fá hver um sig rúmlega 120 milljónir norskra kr. eftir árið en 13,5 milljónir verða settar inn sem aukið eigið fé félagsins.Á árinu 2009 jókst velta sjóðanna þriggja úr 57,3 milljörðum norskra kr. og upp í 94,7 milljarða norskra kr. eða um meir en 65%.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira