Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6 18. janúar 2010 14:05 Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira