Enski boltinn

Lélegur andi hjá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Búlgarinn Martin Petrov segir stemninguna hjá Man. City alls ekki vera nógu góða. Petrov yfirgaf félagið í sumar og fór yfir til Bolton.

"Eins og staðan er núna eru fleiri vondir hlutir en góðir að gerast hjá félaginu," sagði Petrov en hann vill meina að margt neikvætt gerist á bak við tjöldin.

"Góð mannleg samskipti eru ekki til staðar og það er ekkert traust á milli fólks. Það er ekki góður andi. Leikmenn félagsins munu spila eins og milljónamæringar og það verður engin liðsheild.

"Ég sakna ekki félagsins. Alls ekki. Ef ég hefði samþykkt nýjan eins árs samning þar þá hefði ég endað á láni einhvers staðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×