Viðskipti innlent

PricewaterhouseCoopers brást samkvæmt franskri skýrslu

Valur Grettisson skrifar
PricewaterhouseCoopers.
PricewaterhouseCoopers.

Ein af niðurstöðum skýrsluhöfunda frönsku skýrslunnar, sem unnin var fyrir embætti sérstaks saksóknara, er sú að endurskoðendafélagið PricewaterhouseCoopers (PwC) hafi brugðist.

Í skýrslunni, sem Kastljós, DV og Viðskiptablaðið hafa greint frá, segir að PwC hafi átti að vantreysta upplýsingum sem bankinn lagði fyrir endurskoðendafyrirtækið og kanna í meira mæli trúverðugleika upplýsinganna.

Þá segir í skýrslunni að fyrirtækið hefði haft aðgang að upplýsingum um aðra banka sem sýndu fram á afbrigðileika í tölum Glitnis og þær hefði því þurft að skoða betur.

Niðurstaða skýrsluhöfunda er því skýr, PwC vann ekki vinnu sína í samræmi við alþjóðlega reikniskilastaðla né reglur FME.

PricewaterhouseCoopers hefur átt í vök að verjast. Í byrjun desember sendi slitastjórn og skilanefnd Landsbankans bréf til PwC þar sem fyrirtækið er sakað um að vera skaðabótaskylt vegna endurskoðunar fyrir Landsbankann árið 2007.

Og að ekki hafi verið eðlilega staðið að árshlutareikningi Landsbankans árið 2008.

PwC neitaði þessum ásökunum í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér. Þar sögðu þeir eingöngu hafa tekið mið af þeim upplýsingum sem endurskoðendur PwC höfðu aðgang að á þeim tíma þegar vinna þeirra fór fram.


Tengdar fréttir

Lánuðu tengdum aðilum 85 milljarða mánuði fyrir hrun

Glitnir lánaði 85 milljarða króna til aðila sem tengdum bankanum mánuði fyrir hrun samkvæmt franskri skýrslu sem embætti sérstaks saksóknara lét gera fyrir sig. Kastljós og DV hafa greint frá innihaldi skýrslunnar. Þá er fjallað ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Kolsvartar skýrslur um starfsemi bankanna

Landsbankinn stóð mun verr en ársreikningur bankans gaf til kynna í lok árs 2007, að mati norsku sérfræðinganna Helge skogseth Berg og Jørgen Rønningen.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×