Viðskipti innlent

Lánuðu tengdum aðilum 85 milljarða mánuði fyrir hrun

Valur Grettisson skrifar
Glitnir.
Glitnir.

Glitnir lánaði 85 milljarða króna til aðila sem tengdum bankanum mánuði fyrir hrun samkvæmt franskri skýrslu sem embætti sérstaks saksóknara lét gera fyrir sig. Kastljós og DV hafa greint frá innihaldi skýrslunnar. Þá er fjallað ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Í viðskiptablaðinu segir að í lok september 2008 hafi Glitni verið búinn að lána 517 milljarða til aðila sem hefðu átti að skilgreina sem sem tengda aðila. Allt árið 2008 lánði bankinn alls 336 milljarða. Þar af fóru 64% þeirrar upphæðar í útlán til aðila sem hefðu átt að teljast til tengdra aðila.

Bankinn lánaði Baugi, FL Group og Geysir Green Energy óhemjumikið fé. Jón Ásgeir Jóhannesson réði yfir öllum þessum félögum. Samt voru félögin aldrei skilgreind sem tengdir aðilar. Reglur FME segja að einn viðskiptavinur eða hópur tengdra aðila megi ekki fá meira lánað frá einum banka en sem nemur 25% af eigin fé hans.

Hefði bankinn fylgt réttum skilgreiningu á tengdum aðilum hefði komið í ljós að lánveitingar til félaga tengdum Jóni Ásgeiri námu 55 prósent af eigin fé Glitnis á meðan hámarkið var 25 prósent.

Ein af niðurstöðum frönsku skýrsluhöfundanna er því að Glitnir hafi tekið hagsmuni stærstu eiganda sinna fram yfir bankann.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×