Viðskipti innlent

Kolsvartar skýrslur um starfsemi bankanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrirtækjum Björgólfsfeðga var haldið á lífi með blekkingum og yfirdráttarlánum. Mynd/ Teitur.
Fyrirtækjum Björgólfsfeðga var haldið á lífi með blekkingum og yfirdráttarlánum. Mynd/ Teitur.
Landsbankinn stóð mun verr en ársreikningur bankans gaf til kynna í lok árs 2007, að mati norsku sérfræðinganna Helge skogseth Berg og Jørgen Rønningen.

Þeir telja að endurskoðendur frá PricewaterhouseCoopers, ytri endskoðanda bankans, hafi vitað af þessu. Í skýrslu sem Norðmennirnir unnu fyrir embætti Sérstaks saksóknara kemur fram að fyrirtækjum sem tengd voru Björgólfsfeðgum, stærstu eigendum bankans, m.a. Icelandic Group og Eimskip, hafi verið haldið á lífi með blekkingum og yfirdráttarlánum.

Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, kemur fram að skýrslunni var skilað til sérstaks saksóknara þann 2. nóvember síðastliðinn. Hún sé að miklu leyti byggð á gögnum sem haldlögð voru í húsleit hjá PwC þann 1. október í fyrra. Á sama tíma var leitað í húsakynnum KPMG og Deloitte.

Eins og fram kom á RÚV í kvöld sýnir frönsk skýrsla, sem unnin var fyrir Sérstakan saksóknara, að Glitnir hefði átt að missa starfsleyfi viðskiptabanka í lok árs 2007. Bankinn hafi ekki starfað í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla né reglur Fjármálaeftirlitsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×