Innlent

Olís dregur hækkun til baka

Mynd úr safni

Olís, sem hækkaði eldsneytisverð um 20 krónur í morgun hefur nú dregið hækkunina alfarið til baka. Þegar tilkynnt var um hækkunina í morgun bar félagið því við að eldsneytisverð sé komið langt undir það verð sem þarf til að standa undir eðlilegri verðmyndum miðað við innkaupsverð og gengi. Skeljungur hækkaði eldsneytislítrann um tólf krónur í kjölfarið og stendur sú hækkun enn.

Í tilkynningu frá Olís segir að það sé stefna félagsins að bjóða viðskiptavinum upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu og því hefur verið ákveðið að lækka aftur um 20 krónur. „Félagið vill árétta að lækkað verð tekur eingöngu mið af samkeppnis­ástæðum, en er allt of lágt sé miðað við heimsmarkaðsverð og gengi," segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×