Handbolti

Lærisveinar Dags Sigurðssonar með sjötta sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Bongarts/GettyImages

Alexander Petersson skoraði sjö mörk í 26-25 útisigri Füchse Berlin á móti hans gömlu félögum í Flensburg-Handewitt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alexander fékk oft fá tækifæri með Flensburgarliðinu en hann sýndi þeim hvað þeir misstu í kvöld.

Füchse Berlin hefur þar með unnið sex fyrstu leiki tímabilsins og er eitt á toppi deildarinnar. Flensburg var 15-14 yfir í hálfleik en Füchse Berlin tók frumkvæðið í leiknum eftir hálfleiksræðu þjálfarans Dags Sigurðssonar.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í kvöld þegar liðið vann 32-23 útisigur á Melsungen. Sigur Kiel var öruggur en liðið var 15-11 yfir í hálfleik. Kiel komst aftur á sigurbraut með þessum sigri en liðið tapaði fyrir Füchse Berlin í síðasta deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×