Enski boltinn

Gerrard: Reina er enn bestur og mun bæta upp fyrir mistökin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Markið slysalega í gær.
Markið slysalega í gær. GettyImages
"Fyrir mér er hann einn besti markmaður heims og hann mun svo sannarlega bæta upp fyrir mistökin," sagði Steven Gerrard um Pepe Reina sem skoraði ótrúlegt sjálfsmark í leik Liverpool og Arsenal í gær.

Óhætt er að segja að Reina hafi verið frábær í leiknum fram að því, hann varði meðal annars ótrúlega frá Thomas Rosicky þremur mínútum áður.

En þegar hann missti boltann sem skoppaði á línunni inn sló þögn á Anfield en Liverpool var aðeins einni mínútu frá því að vinna Arsenal í fyrstu umferðinni í gær.

"Hann vinnur inn mörg stig fyrir félagið, það er engin spurning um það. Ég er ekki að koma með neinar afsakanir en hann var óheppinn og ég held að sólin hafi truflað líka."

"Seinna á tímabilinu verðum við örugglega að vinn 1-0 og hann var stórkostlega, það gerir hann alltaf. Við ætlum ekki að kenna neinum um jafnteflið, allir geta gengið stoltir af velli og verið stoltir af frammistöðunni," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×