Kristi Smith: Búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 13:00 Kristi Smith. Mynd/Stefán Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum