Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 22:33 Akureyringar reyna hér að stöðva Jón Heiðar Gunnarsson í kvöld. Mynd/Anton Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira