Innlent

Kópavogur: Nýr meirihluti kynntur í dag

Nýr meirihluti í Kópavogi verður kynntur í dag samkvæmt heimdildum fréttastofu en fjórir flokkar, Samfylking, VG, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa hafa fundað stíft frá kosningum á laugardag.

Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í bænum sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að niðurstaða yrði að öllum líkindum komin í málið í dag þótt hún vildi engu lofa. Hún vildi heldur ekkert tjá sig um hvernig ráðningu bæjarstjóra verði háttað sem virðist hafa verið einn helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Listi Kópavogsbúa, sem náði einum manni inn í bæjarstjórn, er með það á stefnuskrá sinni að ráða ópólítískan bæjarstjóra en hinir flokkarnir hafa verið á öðru máli.

Heimildir herma að líklegasta útkoman verði sú að embættinu verði skipt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna á kjörtímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×