Enski boltinn

Rooney sagður vilja komast frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og Sir Alex á bekknum um helgina.
Rooney og Sir Alex á bekknum um helgina.

Wayne Rooney hefur beðið um sölu frá Man. Utd eftir að hafa lent i heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson. Það er slúðurblaðið The Sun sem heldur þessu fram í dag. Blaðið er ekki það áreiðanlegasta þannig að stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að örvænta alveg strax.

Staðreynd málsins er aftur á móti sú að Rooney á aðeins 18 mánuði eftir af núverandi samningi við félagið og þokast víst lítið í samningaviðræðunum. United hefur þó gefið það út að Rooney verði ekki seldur í janúar.

Það er augljóslega einhver spenna á milli Rooney og Ferguson þessa dagana. Sögum þeirra fer ekki saman og svo var Rooney hent á bekkinn um helgina.

Ferguson er að sögn ekki par hrifinn af frammistöðu Rooney utan vallar. Hann var myndaður í ágúst á djamminu með sígarettu í hendinni og að pissa utan í vegg.

Svo þarf ekki að fjölyrða um allt vesenið í kringum vændiskonumálið.

Real Madrid er sagt bíða á hliðarlínunni eftir tækifæri til þess að kaupa leikmanninn verði hann seldur á annað borð. Hermt er að Karin Benzema muni fara upp í kaupin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×