Innlent

Annar í gæsluvarðhald vegna amfetamínsmygls

Maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð en hannv ar að koma frá Berlín.
Maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð en hannv ar að koma frá Berlín.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær annan íslenskan karlmann í tengslum við innflutning á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í morgun.

Þann 14.desember síðastliðinn stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli íslending á þrítugsaldri sem var að koma frá Berlín, og fundust fíkniefnin í farangri hans. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald, sem rennur út í dag.

Lögreglan mun fara fram á áframhaldandi varðhaldi yfir þeim manni, en hinn maðurinn var úrskurðaður í viku langt gæsluvarðhald í morgun.

Sá maður er einnig á þrítugsaldri, mennirnir tengjast og telur lögregla að þeir hafi staðið saman að innflutningunum eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Mennirnir hafa báðir komið áður við sögu lögreglu áður, en ekki í tengslum við innflutning á fíkniefnum.




Tengdar fréttir

Með tæp fjögur kíló af amfetamíni

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók um miðjan desember karlmann á þrítugsaldri sem flutti með sér amfetamín til landsins. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×