Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2010 20:50 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira