Siðblindir einstaklingar geti ekki lengur níðst á saklausum börnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2010 15:44 Dómurinn sem kveðinn var upp í gær í Árbótarmálinu er sögulegur. Aldrei fyrr hefur sannast fyrir dómi að börn hafi sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi, segir í yfirlýsingu Barnaverndastofu. Eins og fram hefur komið á Vísi var fyrrverandi starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum sem voru vistaðar á heimilinu. Barnaverndastofa segir að í ljósi umræðu undanfarinna ára um brot gegn börnum sem vistuð voru á barnaverndarstofnunum fyrri tíma megi hins vegar vera ljóst að börn á stofnunum hafi áður sætt ofbeldi af þessu tagi hérlendis. Hafi menn gert sér vonir um að glæpir gegn börnum á stofnunum einskorðist við fortíðina sé dómurinn þörf áminning um að halda vöku sinni. „Það er hins vegar þyngra en tárum taki að horfast í augu við þá staðreynd að ekki sé unnt að tryggja öryggi barna inn á barnaverndarstofnunum þar sem þau eiga rétt á skjóli og sérstakri vernd," segir Barnaverndastofa.Dómurinn fagnaðarefni í sorglegu máli Barnaverndastofa segir þó að umræddur dómur sé fagnaðarefni í þessu sorglega máli. Hann gefi von um að sá tími sé liðinn að siðblindir einstaklingar komist upp með að níðast á berskjölduðum börnum án þess að sæta afleiðingum. Hann sé vísbending um að eftirlits- og viðbragðskerfi barnaverndaryfirvalda, lögregla, ákæruvald og dómstólar rísi nú undir þeirri ábyrgð sem þessum aðilum sé ætlað að axla. Framgang málsins skuli þó fyrst og fremst þakka brotaþolum, ungu stúlkunum sem sýndu kjark með því að segja frá þeim brotum sem þær máttu sæta. Barnaverndaryfirvöld verði að sjá til þess að allt sé gert sem unnt er að veita þeim viðeigandi hjálp og stuðning.Setja ítarlegri reglur um viðbrögð starfsfólks „Frá því að fyrstu vísbendingar komu fram að starfsmaður meðferðarheimilisins hafi hugsanlega brotið gegn börnum í Árbót hafa Barnaverndarstofa, viðkomandi barnaverndarnefndir og lögregla gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að upplýsa málið og koma lögum yfir þann sem brotin framdi. Á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins var gerð sérstök úttekt á framkvæmd eftirlits Barnaverndarstofu með starfsemi meðferðarheimila í ljósi umrædds máls og var niðurstaða þess í meginatriðum sú að á því væru ekki að finna brotalamir. Mikilvægt er hins vegar að gera sér grein fyrir því að ekkert eftirlitskerfi getur veitt fullkomna tryggingu fyrir því að kynferðisbrot gegn börnum eigi sér ekki stað á stofnunum þar sem þau dvelja," segir í yfirlýsingu frá Barnaverndastofu Barnaverndastofa segir jafnframt að engar aðferðir séu til sem unnt sé að beita til að koma í veg fyrir að menn með annarlegar hvatir til barna ráðist til starfa á þessum stofnunum. Í þessu ljósi skiptir miklu að þeir sem starfi við meðferð barna búi yfir góðri þekkingu á eðli kynferðisbrota gegn börnum, sýni árvekni í starfi og umfram allt hlusti á börn og bregðist við frásögn þeirra. Barnaverndarstofa hafi í ljósi umrædds máls sett ítarlegri reglur um viðbrögð starfsfólks en áður hafa gilt svo lærdóm megi draga af þessu dapurlega máli. Tengdar fréttir Barnaníðingurinn var einn af stofnendum Fáfnis Karlmaðurinnm sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót, kveðst vera einn af stofnendum vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem í dag heitir Hells Angels. 4. febrúar 2010 14:37 Þorsteinn Davíðsson: Skilaði sérákvæði í Árbótarmálinu Þorsteinn Davíðsson, einn þriggja dómara í Árbótarmálinu, skilað sérákvæði í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær þar sem hann vildi sýkna starfsmann Árbótar af fimm ákæruliðum af sex. 4. febrúar 2010 15:24 Starfsmaður á meðferðarheimili dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Fyrrverandi starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu. 4. febrúar 2010 08:46 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Dómurinn sem kveðinn var upp í gær í Árbótarmálinu er sögulegur. Aldrei fyrr hefur sannast fyrir dómi að börn hafi sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi, segir í yfirlýsingu Barnaverndastofu. Eins og fram hefur komið á Vísi var fyrrverandi starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum sem voru vistaðar á heimilinu. Barnaverndastofa segir að í ljósi umræðu undanfarinna ára um brot gegn börnum sem vistuð voru á barnaverndarstofnunum fyrri tíma megi hins vegar vera ljóst að börn á stofnunum hafi áður sætt ofbeldi af þessu tagi hérlendis. Hafi menn gert sér vonir um að glæpir gegn börnum á stofnunum einskorðist við fortíðina sé dómurinn þörf áminning um að halda vöku sinni. „Það er hins vegar þyngra en tárum taki að horfast í augu við þá staðreynd að ekki sé unnt að tryggja öryggi barna inn á barnaverndarstofnunum þar sem þau eiga rétt á skjóli og sérstakri vernd," segir Barnaverndastofa.Dómurinn fagnaðarefni í sorglegu máli Barnaverndastofa segir þó að umræddur dómur sé fagnaðarefni í þessu sorglega máli. Hann gefi von um að sá tími sé liðinn að siðblindir einstaklingar komist upp með að níðast á berskjölduðum börnum án þess að sæta afleiðingum. Hann sé vísbending um að eftirlits- og viðbragðskerfi barnaverndaryfirvalda, lögregla, ákæruvald og dómstólar rísi nú undir þeirri ábyrgð sem þessum aðilum sé ætlað að axla. Framgang málsins skuli þó fyrst og fremst þakka brotaþolum, ungu stúlkunum sem sýndu kjark með því að segja frá þeim brotum sem þær máttu sæta. Barnaverndaryfirvöld verði að sjá til þess að allt sé gert sem unnt er að veita þeim viðeigandi hjálp og stuðning.Setja ítarlegri reglur um viðbrögð starfsfólks „Frá því að fyrstu vísbendingar komu fram að starfsmaður meðferðarheimilisins hafi hugsanlega brotið gegn börnum í Árbót hafa Barnaverndarstofa, viðkomandi barnaverndarnefndir og lögregla gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að upplýsa málið og koma lögum yfir þann sem brotin framdi. Á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins var gerð sérstök úttekt á framkvæmd eftirlits Barnaverndarstofu með starfsemi meðferðarheimila í ljósi umrædds máls og var niðurstaða þess í meginatriðum sú að á því væru ekki að finna brotalamir. Mikilvægt er hins vegar að gera sér grein fyrir því að ekkert eftirlitskerfi getur veitt fullkomna tryggingu fyrir því að kynferðisbrot gegn börnum eigi sér ekki stað á stofnunum þar sem þau dvelja," segir í yfirlýsingu frá Barnaverndastofu Barnaverndastofa segir jafnframt að engar aðferðir séu til sem unnt sé að beita til að koma í veg fyrir að menn með annarlegar hvatir til barna ráðist til starfa á þessum stofnunum. Í þessu ljósi skiptir miklu að þeir sem starfi við meðferð barna búi yfir góðri þekkingu á eðli kynferðisbrota gegn börnum, sýni árvekni í starfi og umfram allt hlusti á börn og bregðist við frásögn þeirra. Barnaverndarstofa hafi í ljósi umrædds máls sett ítarlegri reglur um viðbrögð starfsfólks en áður hafa gilt svo lærdóm megi draga af þessu dapurlega máli.
Tengdar fréttir Barnaníðingurinn var einn af stofnendum Fáfnis Karlmaðurinnm sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót, kveðst vera einn af stofnendum vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem í dag heitir Hells Angels. 4. febrúar 2010 14:37 Þorsteinn Davíðsson: Skilaði sérákvæði í Árbótarmálinu Þorsteinn Davíðsson, einn þriggja dómara í Árbótarmálinu, skilað sérákvæði í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær þar sem hann vildi sýkna starfsmann Árbótar af fimm ákæruliðum af sex. 4. febrúar 2010 15:24 Starfsmaður á meðferðarheimili dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Fyrrverandi starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu. 4. febrúar 2010 08:46 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Barnaníðingurinn var einn af stofnendum Fáfnis Karlmaðurinnm sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót, kveðst vera einn af stofnendum vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem í dag heitir Hells Angels. 4. febrúar 2010 14:37
Þorsteinn Davíðsson: Skilaði sérákvæði í Árbótarmálinu Þorsteinn Davíðsson, einn þriggja dómara í Árbótarmálinu, skilað sérákvæði í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær þar sem hann vildi sýkna starfsmann Árbótar af fimm ákæruliðum af sex. 4. febrúar 2010 15:24
Starfsmaður á meðferðarheimili dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Fyrrverandi starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu. 4. febrúar 2010 08:46