Innlent

Hannar nýja Bleika slaufu

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, afhenti nöfnu sinni verðlaunin, 500 þúsund krónur, í gær.
Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, afhenti nöfnu sinni verðlaunin, 500 þúsund krónur, í gær.

Ragnheiður I. Margeirsdóttir vöruhönnuður mun hanna Bleiku slaufuna sem seld er til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár.

Krabbameinsfélagið og Hönnunarmiðstöð Íslands héldu hönnunarsamkeppni og bárust yfir 70 tillögur í keppnina. Hönnun Ragnheiðar þótti bera af og verður slaufan hennar því fjöldaframleidd og seld til styrktar Krabbameinsfélaginu í október. Dómnefnd þótti hönnun hennar vera falleg, frumleg og með skemmtilega þjóðlega tilvísun.

Valdar tillögur úr keppninni verða til sýnis í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. - þeb


Tengdar fréttir

Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband

„Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×