Erlent

Verndun hvala góð fyrir fiska

Með því að vernda hvali er hægt að hjálpa fiskistofnum að dafna, segja vísindamenn við Harvard-háskóla.
Nordicphotos/AFP
Með því að vernda hvali er hægt að hjálpa fiskistofnum að dafna, segja vísindamenn við Harvard-háskóla. Nordicphotos/AFP
Úrgangur úr hvölum þjónar þeim tilgangi að bera næringarefni úr hafsdjúpum og upp á yfirborðið, og er því afar mikilvægur hringrás lífsins í höfunum. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Vísindamennirnir segja þetta kollvarpa hugmyndum um að hvalir og fiskar keppi um fæðuna, og segja verndun hvala hafa góð áhrif á fiskistofna.

Þeir segja úrganginn fljóta upp á yfirborðið, brotna niður og verða fæðu fyrir svif. Áhrifin eru þó mun minni í dag en fyrr á árum vegna hvalveiða.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×