Innlent

Laxá í Aðaldal opnaði í gær

Löxunum sem veiddust í gærmorgun var báðum sleppt aftur.
Löxunum sem veiddust í gærmorgun var báðum sleppt aftur.
Tveir stórir laxar, 22 hængur og 20 punda hrygna, veiddust í Laxá í Aðaldal í morgun, á fyrsta veiðidegi árinnar. Veiðimaðurinn var Viðar Tómasson og veiddi hann á rauða Francis-flugu. Báðum löxum var sleppt aftur.

Nokkrir leigutakar eru að veiðinni í Laxá í Aðaldal en Róbert Brink, hjá Laxárfélaginu sem hefur haft meirihluta árinnar á leigu síðastliðin sextíu ár, segir sumarið líta vel út og byrjunina lofa góðu. „Það er þokkalega bókað og um tíu manns að veiða á okkar svæði núna. það hefur verið mjög hlýtt og gott veður undanfarið en það hefur ekki staðið fyrir veiðinni.“- jma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×