Innlent

Dómur þyngdur yfir Barðastrandaræningjunum

Hæstiréttur Íslands þyngdi dóma yfir Barðastrandaræningjunum um eitt ár í morgun. Mennirnir, sem heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson, voru dæmdir fyrir að svipta aldraðan úrsmið á Barðaströnd á Seltjarnarnesinu frelsinu á síðasta ári auk þess sem þeir rændu hann.

Viktor hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur þyngdi dóminn um ár. Þá fékk Axel Karl 20 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdóm Reykjavíkur en hans dómur var einnig þyngdur um ár.

Mennirnir, sem eru um tvítugt, sitja nú í gæsluarðhaldi vegna líkamsárásar þar sem þeir réðust á annan aldraðan mann fyrir utan heimili sitt í Reykjanesbæ. Með manninum var dóttir hans og kornabarn.

Mennirnir handleggsbrutu manninn auk þess sem þeir veittu honum margvísislega áverka. Talið er að þeir hafi ætlað að finna barnabarn mannsins.




Tengdar fréttir

Barðastrandaræningjarnir fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands dæmir í dag í máli Axels Karls Gíslasonar og Viktors Más Axelssonar sem voru dæmdir í fangelsi fyrir að ryðjast inn á heimili aldraðs úrsmiðs á Barðaströnd á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×