Innlent

Mannabein fundust á Kili

MYNd/Guðmundur A. Guðmundsson

Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur fann á dögunum bein á Kili sem hann ályktar að sé úr höfuðkúpu manns. Fjallað er um málið á skagfirska fréttamiðlinum Feyki en Guðmundur mun hafa tilkynnt fundinn til lögreglu. Að sögn Guðmundar sagðist hann hafa grunað strax að um mannabein sé að ræða og síðan hafi hann fengið það staðfest hjá læknanema að svo sé að öllum líkindum. Endanlegrar staðfestingar er þó enn beðið.

Í samtali við Feyki segist Guðmundur ekki gera sér grein fyrir hversu gamalt beinið er en það verður án efa rannsakað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×