Innlent

Fjölveiðiskip fá mun meira af makríl en síld

Sum fjölveiðiskip,sem eru að reyna veiðar úr Norsk- íslenska síldarstofninum suð austur af landinu, fá mun meira af makríl en síld.

Sjómenn eru farnir að velta fyrir sér hvort makríllinn sé að elta síldina sér til átu, enda er hann stærri og öflugri en síldin.

Makríls verður nú vart allt umhverfis landið á sumrin. Reynt er að verka sem mest af honum til manneldis, en þannig er hann ekki síður verðmætur en síldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×