Innlent

Þrír bifhjólamenn sluppu frá lögreglu á 200 km hraða

Ekkert hefur spurst frekar til þriggja bifhjólamanna, sem lögreglan á Akureyri mældi á um það bil 200 kílómetra hraða í Öxnadal í gærdag.

Lögreglu tókst ekki að hefta för mannanna. Annars var umferð frá Akureyri jöfn og róleg í gær eftir bíladagana þar, en þar voru sex ökumann teknir úr umferð fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×