Körfubolti

McClaren: Skjótið mig ef ég íhuga að taka aftur við Englandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steve McClaren ætlar aldrei aftur að verða landsliðsjálfari Englands.
Steve McClaren ætlar aldrei aftur að verða landsliðsjálfari Englands.

Sú fiskisaga hefur flogið um Bretlandseyjar að Steve McClaren gæti tekið aftur við þjálfun enska landsliðsins. Persónulegur vinur hans sem er ekki nafngreindur útilokar þetta þó í samtali við Daily Mail.

„Hann hefur verið að gera góða hluti, bæði fyrir og eftir starf sitt hjá enska landsliðinu. Hann þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum. Hann er ánægður hjá Wolfsburg og vill fá að vera í friði þar," er haft eftir vininum.

„Skjótið mig ef ég tek aftur við Englandi," á McClaren að hafa sagt við félaga sína „Það síðasta sem ég geri er að taka aftur við enska landsliðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×