Erlent

Christian Danaprins er fimm ára í dag

Christian prins í Danmörku fagnar fimm ára afmæli sínu í dag en hann er annar í röðinni að erfa dönsku krúnuna á eftir föður sínum Friðriki krónprins.

Í dönskum fjölmiðlum segir að þrátt fyrir ungan aldur sinn sé Christian prins þegar farinn að sinna konunglegum skyldum sínum. Þannig var hann brúðarsveinn í brúðkaupi Victoriu krónprinsessu í Svíþjóð þegar hún gekk að eiga Daniel Westling í sumar.

Christian þykir greinilega gaman að vera í sviðsljósinu og er duglegur við að veifa alþýðlega til ljósmyndara þegar hann er á ferðinni með foreldrum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×