Erlent

Morðkennsla fyrir Al Kaida á Vesturlöndum

Óli Tynes skrifar
Osama er ekki af baki dottinn.
Osama er ekki af baki dottinn.

Í veftímariti Al Kaida hryðjuverkasamtakanna sem ritað er á ensku er meðal annars að finna leiðbeiningar fyrir „rétt þenkjandi“  múslima á Vesturlöndum um hvernig best sé að drepa þá samborgara sína sem ekki játa rétta trú. Þar segir meðal annars að þungir aldrifs trukkar séu góðir til brúks í mannfjölda. Þar megi nota þá eins og múrbrjóta.

Ef byssur séu tiltækar sé réttað hafa þær með, til þess að ljúka verkinu ef trukkarnir skyldu festast í líkunum. Lögð er áhersla á að menn verði að vera tilbúnir til þess að deyja í svona árásum. Hvatt er til árása í Ísrael, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi og í öðrum löndum þar sem stjórnvöld og almenningur styðji hernám Palestínu.

Meðal annars efnis í blaðinu er viðtal við Abu al-Azdi fá Saudi-Arabíu sem sat sex ár í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamoflóa á Kúbu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×