Erlent

Mikið öngþveit ríkir á Kastrup flugvelli í dag

Mikið öngþveit ríkir nú á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Gífurlegur fjöldi Dana hefur ákveðið að taka sér frí erlendis næstu daga en vikulangt haustfrí í skólum landsins er að hefjast.

Langar biðraðir eru við öll innskriftarborðin á flugvellinum. Í umfjöllun um málið í Ekstra Bladet er haft eftir sjónarvotti að hann hafi sjaldan séð eins mikinn mannfjölda samankomin á flugvellinum.

Ekki er vitað um neinar tafir á flugi vegna þessarar miklu umferðar um Kastrup á þessum föstudagsmorgni.

Talið er að um 75.000 farþegar muni fara um Kastrup í dag en það er 13.000 fleiri en á venjulegum degi á flugvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×