Erlent

Ástandið í Afganistan fer versnandi

Ný skýrsla um ástand mála í Afganistan málar dökka mynd af ástandinu þar. Uppreisnarmönnum í liði Talibana fjölgar stöðugt og nú eru þeir orðnir umsvifamiklir í héruðum þar sem þeir hafa ekki verið áberandi áður.

Skýrslan sem unnin var af Öryggisráði Afganistan í Kabúl segir að árásum á herlið NATO í landinu hafi fjölgað um 59% á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Þá kemur fram að mikil hætta er á að nokkur héruð í norðurhluta landsins séu að verða algerlega stjórnlaus.

Bandrísk stjórnvöld hafa nú gefið stjórninni í Afganistan heimild til að hefja friðarviðræður við Talibana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×