Erlent

Björgunaraðgerðir hafnar í Chile

Björgunarmaður prófaði hylkið sem notað er til að bjarga námumönnunum. nordicphotos/AFP
Björgunarmaður prófaði hylkið sem notað er til að bjarga námumönnunum. nordicphotos/AFP
Björgunaraðgerðir hófust í Chile í gærkvöldi þar sem ferja átti námuverkamennina 33 sem hafa verið innilokaðir neðanjarðar í 69 daga, upp á yfirborðið. Heimsbyggðin hefur fylgst náið með framvindunni og voru til dæmis um tvö þúsund fjölmiðlamenn á vettvangi í gær.

Björgunaraðgerðir stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun en hífa átti upp mennina hvern fyrir sig í þar til gerðu hylki. Ráðgert var að ferðin upp á yfirborð jarðar tæki um 20 mínútur, um 620 metra leið. Florencio Ávalos átti að verða sá fyrsti til að líta dagsins ljós, en verkstjórinn Lois Urzua mun reka lestina.

Mikil spenna hefur ríkt meðal aðstandenda námumannanna undanfarna daga þar sem þeir bíða björgunarinnar fyrir ofan námuna. Andrúmsloftið hefur einkennst af harkalegum deilum um allt frá peningum, sem fást fyrir viðtöl við fjölmiðla, til ágreinings um það hver sé nógu náskyldur námumanni til að eiga heima í hópnum.- gb, þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×