Kínverjar ætla að fara varlega í frekari gullkaup 9. mars 2010 13:56 Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira