Íbúi einn í Kópavogi segist ætla að leggja fram kæru vegna mikils ónæðis frá Sporthúsinu. „Í tæplega sjö ár hef ég kvartað undan þessu við bæjaryfirvöld, forráðamenn Sporthússins og lögreglu án árangurs og ekkert breytist. Ég get ekki hugsað mér að eyða enn einu sumrinu í garðinum undir látlausum drunum frá Sporthúsinu,“ segir í bréfi íbúans sem sent var undir yfirskriftinni „Endalaus hávaði“ og barst bæjaryfirvöldum í maí í fyrra.
Málið var rætt á síðasta fundi skipulagsnefndar í kjölfar þess að heilbrigðiseftirlitið hafði mælt hávaðann og sagt hann yfir mörkum.
Á fundinum kom fram að Sporthúsið lofar úrbótum. - gar