Erlent

Kemst í heimsmetabókina á morgun

Óli Tynes skrifar
Khagendra spilar badminton.
Khagendra spilar badminton. Mynd/AP

Á morgun kemst maðurinn á þessari mynd í heimsmetabók Guinness. Hann heitir Khagendra Thapa Magar og býr í Nepal. Ástæðan fyrir því að hann kemst í heimsmetabókina er sú að á morgun verður hann átján ára gamall og telst því fullvaxinn karlmaður.

Kannski hætti að setja fullvaxinn innan gæsalappa. En Khagendra er aðeins 56 sentimetrar á hæð og og því lágvaxnasti maður heims. Sem vitað er um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×