Erlent

Undarlegur kvennalisti

Óli Tynes skrifar
Þetta er önnur áhrifamesta kona Bretlands, að áliti 20 ritstjóra.
Þetta er önnur áhrifamesta kona Bretlands, að áliti 20 ritstjóra.

Breskir feministar eru slegnir yfir lista yfir 100 áhrifamestu konur landsins. Það voru ritstjórar 20 stærstu tímarita Bretlands sem völdu konur á listann. Það sem slær fólk er að á honum eru efstar, og í meirihluta, fyrirsætur, söngkonur, tískuhönnuðir og sjónvarpsstjörnur.

Efst á listanum er að vísu J.K. Rowling, einstæð móðir sem varð ein af ríkustu konum landsins með bókum sínum um galdrastrákinn Harry Potter. Hún er fyrirmynd fjölmargra kvenna.

En meðal annarra á topp tíu eru fyrrverandi poppsöngkonan Victoria Beckham, núverandi poppsöngkona Cheryl Cole, tískuhönnuðurinn Cath Kidston, fyrirsætan Kate Moss og tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood.

Engin kona í stjórnmálum nær á topp tíu listannl. Þar er hinsvegar ein eiginkona stjórnmálamanns; Samantha Cameron eiginkona forsætisráðherrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×