Erlent

23 menn komnir upp úr námunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn námumanna kyssir sína heittelskuðu eftir að honum er bjargað. Námumennirnir hafa allir þurft að vera með gleraugu eftir að þeir komust upp á yfirborðið. Mynd/ AFP.
Einn námumanna kyssir sína heittelskuðu eftir að honum er bjargað. Námumennirnir hafa allir þurft að vera með gleraugu eftir að þeir komust upp á yfirborðið. Mynd/ AFP.
Nú eru 23 af þeim 33 námuverkamönnum, sem voru fastir í námu í Chile, komnir upp á yfirborðið, eftir því sem bresku fjölmiðlarnir Telegraph og BBC segja.

Aldrei í skráðri sögu hafa menn verið í neðanjarðarprísund jafn lengi og námumennirnir 33. Sextíu og níu dagar eru síðan um 700 þúsund tonn af grjóti lokuðu námunni þeirra. Þeir voru taldir af í sautján daga, þegar loks tókst að ná sambandi við þá.

Yfirvöld segja að vandlega verði fylgst með mönnunum en sálfræðingar hafa óttast að þeir myndu eiga erfitt með að aðlagast eðlilegu lífi eftir allan þennan tíma í prísundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×